Krummi ferming


Í gær 9. júní fermdist Krummi. Athöfnin fór fram í Nazareth kirkjunni í Ryslinge. Presturinn Malene, er búni að vera hreint frábær á undirbúningstímabilinu og í sjálfri athöfninni. 

Við vildum hafa eitthvað íslenskt lag með sem hafði þýðingu fyrir Krumma og okkur. Við völdum Óskasteina og Malene ákvað að athuga hvað organistinn gæti gert. Við tóku tveir dagar í nótnaleit. Eiginlega ótrúlega erfitt að finna nótur á netinu. Eitthvað sem maður hefði haldið að væri auðvelt, en það lukkaðist að lokum og organistinn lærði lagið á núll einni. Alveg frábært.

Athöfnin var klukkan 12 og það voru bara við og nánustu. Veislan hófst svo klukkan 14. Við héldum veisluna heima og buðum upp á hlaðborð með mið austurlensk áhrif. Á eftir voru svo kökur og gúmmelaði. 





Krummi og Brynjólfur. Góðir vinir
Allt gengið sem kom í kirkjuna. frá vinstri Christian, Alexander Matthías, Dísa, Jara, Arnar Krummi (heldur á steini sem presturinn gaf honum (Jara kallar steininn Guð)), Magnea, Veigar, Hrönn,Njála,Amma Hafdís, Fróði, Atli, Brynjólfur, Amma Kiddý, Afi Alli 



















Ummæli

Helgi sagði…
Glæsilegt. Vera duglegur að blogga svo...

Vinsælar færslur